Sigtún 38-40

Sigtún 38-40

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Sigtún 38 og 40. Um er ræða lóðina sem Grand Hótel stendur á og gömlu Blómavalslóðina. Samkvæmt deiliskipulaginu verður heimilt að byggja níu hæða   byggingu við hótelið en til stendur að fjölga herbergjum og stækka ráðstefnusali þess á lóðinni númer 38. Á Blómavalslóðinni númer 40 verður heimilt að byggja allt að 120 íbúðir.