Um Atelier

Atelier arkitekta var stofnað árið 1992. Síðan þá höfum við starfað við góðan orðstýr bæði hér heima og erlendis. Við höfum þarfir og óskir viðskiptavina okkar að leiðarljósi og leggjum okkur fram að ná frumlegum og skapandi lausnum sem hafa sígilt en einstakt yfirbragð.

Við leggjum mikla áherslu á alla Þætti hönnunar í hverju verki til að ná hámarksárangri. Auðkenni okkar eru góð vinnubrögð er einkennast af sterkri en einfaldri nálgun viðfangsefna lesin með nákvæmum úrlausnum smáatriða þar sem einfalt yfirbragð og vönduð efni vinna saman.

Björn Skaptason arkitekt FAÍ er eigandi og stofnandi Atelier Arkitekta.
Stundaði nám við École d´architecture Luminy Universite de Marseille í Frakklandi frá 1982-85.
Southern California Institute of Architecture, Los Angeles Bachelor of architecture 1987.
Southern California Institute of Architecture, Los Angeles Master of architecture 1989.