Fréttir

Föstudagur, 19. júní 2015 - 11:15

Breyting á deiliskipulagi vegna Hafnarbrautar 12 Kópavogi er í kynningu, Atelier hefur hannað íbúðabyggð sem gerir ráð fyrir 130 íbúðum ásamt bifreiðageymslu neðanjarðar.
Áætlað er að áframhaldandi hönnun við verkið hefjist í sumar.

Föstudagur, 5. júní 2015 - 14:30

Uppsteypa á hótelinu er í fullum gangi.  Um er a ð ræða 3000m2 viðbyggingu við eldra hótelið. Í viðbyggingu eru 44 ný herbergi ásamt því að í miðkjarna verður gestamóttaka, setustofa og bar.  Í kjallara verða ráðstefnusalir.  Eldri hluti hotelsins hefur í vetur verið endurnýjaður að innan.

Áætluð verklok eru vorið 2016 þá opnar hótelið fullbúið og endurnýjað.

Þriðjudagur, 9. júní 2015 - 14:30

Lögð fram fyrirspurn  og kynnt í Skipulagsráði   tillaga ateliers  varðandi mögulegar breytingar á aðalskipulagi Elliðabrautar 8-10 og 12-14,sem felst í að lóðin verði nýtt undir íbúðir í stað létts iðnaðar, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta að fyrirkomulagi íbúðarbyggðar .

Gert  er að ráð fyrir allt að 80 íbúðum á reitnum.

Þriðjudagur, 2. júní 2015 - 14:30

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Sigtún 38 og 40. Um er ræða lóðina sem Grand Hótel stendur á og gömlu Blómavalslóðina. Samkvæmt deiliskipulaginu verður heimilt að byggja níu hæða   byggingu við hótelið en til stendur að fjölga herbergjum og stækka ráðstefnusali þess á lóðinni númer 38. Á Blómavalslóðinni númer 40 verður heimilt að byggja allt að 120 íbúðir.

Miðvikudagur, 27. maí 2015 - 14:15

Atelier hannar 40 íbúðir fyrir Mótx verktaka að Bæjarflöt 7-9  Kópavogi  áætlað er að framkvæmdir hefist á haustmánuðum 2015.